covermynd.jpg

Fagmenn í 40 ár!

There are no translations available.

Blikksmiðja Guðmundar sinnir allri almennri blikksmíði en takmarkar ekki starfsemi sína að neinu leyti þegar kemur að því að leysa vandamál viðskiptavina. Blikksmiðjan er mjög vel tækjum búið og er samkeppnisfær við flestar smiðjur á landinu.

Viðskiptavinir í hvers kyns nýframkvæmdum og viðhaldi, stórum sem smáum, geta leitað til okkar. Við bjóðum fagleg vinnubrögð og gegnheilar lausnir á þeim verkefnum sem okkur er treyst fyrir. Reynsla okkar og vandaður frágangur mynda saman góða vöru og ánægða viðskiptavini.

Markmið okkar er að þjónusta einstaklinga og smærri fyrirtæki af sama krafti og áður, þrátt fyrir að stóriðjan á Grundartanga krefjist stöðugt meira viðhalds. Margar smiðjur hafa staðnað í þróun sinni í gegnum árin og sætta sig við að þjónusta fáa útvalda, en við leitum stöðugt að nýjum tækifærum og bjóðum alla velkomna að nýta sér okkar þjónustu.

Með stöðugri endurmenntun og þjálfun starfsmanna tryggjum við aukna þekkingu á þeim sviðum blikksmíðinnar sem fylgja tækninýjungum. Starfsmenn okkar eru þjálfaðir í að bjóða bestu og hagkvæmustu lausnir sem völ er á hverju sinni, sem skilar sér í auknum endingatíma og minni viðhaldskostnaði.

 

There are no translations available.

Mengað loft getur í vissum tilvikum valdið ofnæmisviðbrögðum eða skaða á líffærum. Þetta getur gerst við innöndun sumra tegunda mengaðs lofts eða ef það kemst í líkamann gegnum húðina. Ekki þarf mikið ryk til að erta slímhimnurnar. Þegar fólki finnst loft vera þurrt þarf ástæðan ekki að vera skortur á vatnsgufu heldur sú að í loftinu er ryk og annað sem berst frá fólki, efnum og tækjum.

Ekki hafa verið settar reglur um hversu mikið ryk má vera í innilofti í skrifstofuhúsnæði. Samt sem áður er ráðlegt að reyna að koma í veg fyrir hvers konar óþægindi vegna innilofts. Góð ræsting er ein helsta forsenda þess að það megi verða. Rannsóknir hafa leitt í ljós að á skrifstofum, þar sem ræsting er góð, störfunum fylgir ekki rykmyndun og reykingar eru ekki leyfðar, er venjulega u.þ.b. 0,1 mg ryks í einum rúmmetra lofts. Reykingar auka mjög þéttleika ryks, jafnvel svo að hann nær að verða 0,5 mg í rúmmetra. Það gerir kröfur til þess að loftræst sé með vel hreinu lofti.

 

 • Samkvæmt reglum um húsnæði vinnustaða skal sérhver starfsmaður að jafnaði geta notað a.m.k. 12 m3 loftrýmis við störf sín. Lofthæð skal samkvæmt reglunum ekki vera minni en 2,5 m eftir að rýmið er full frágengið.
 • Þegar hannað er vinnuhúsnæði, þar sem koma margir viðskiptavinir eða aðrir sem ekki vinna þar að staðaldri, þarf að ætla meira loftrými en ella, miðað við fjöldann sem gera má ráð fyrir að sé í rýminu í einu. Þegar loftrými er reiknað út má aðeins miða við þann hluta vinnurýmisins sem er ætlaður fyrir starfsfólk við vinnu.
 • Í gildi eru mengunarmörk fyrir margs konar efni sem er að finna í byggingarefni, efnum sem er borin á fleti eða unnið með. Yfirleitt er loftmengun á skrifstofum langt neðan við þau mörk, en vert er að hafa í huga að góð ræsting er lykilatriði þegar stefnt er að því að hafa inniloft hreint og heilsusamlegt.

 

There are no translations available.

Hiti frá skrifstofuvélum

Nú á dögum eru notaðar tölvur og ljósritunarvélar á skrifstofum fyrir margs konar verkefni. Ef þær gefa frá sér hita ætti að koma þeim fyrir í vel loftræstu rými, hugsanlega með vélrænni loftræstingu. Oft getur verið erfitt að halda hitastigi hæfilegu í litlum herbergjum, en leita má ýmiss konar úrræða.

 • Þegar fjárfest er í tækjum ætti valið m.a. að taka mið af hitastreymi frá þeim.
 • Hafa skal þau tæki, sem hita mest, utan vinnurýmisins.
 • Auka má rúmmetrafjölda lofts á starfsmann þannig að hitinn dreifist betur.
 • Hitagjafana ætti að hafa í herbergi sem snýr í norður.
 • Setja ætti upp vélræna loftræstingu.
 • Að jafnaði ætti ekki að hafa ljósritunarvélar í vinnurými. Þar sem þeim er komið fyrir þarf loftræsting að vera góð. Loftstreymi frá stórum vélum, sem eru mikið notaðar, ætti að beina út.

 

Köld svæði

Sums staðar í vinnurými verður óþægilega kalt, t.d. þar sem útveggir eru illa einangraðir, við glugga og við dyr. Óráðlegt er að hafa vinnusvæði við stóra glugga. Jafnvel þótt sólhlífar séu notaðar getur þar orðið óþægilega heitt. Á veturna geta kaldar rúður valdið því að kalt loft leiti niður á við og landi dragsúg og fótkulda. Sé ekki unnt að komast hjá því að hafa vinnusvæði við glugga eða útgöngudyr ætti að gera ráðstafanir sem draga úr óþægindum sem staðsetningin getur valdið.

 • Upphitun miðist við að eyða áhrifum frá kuldageislun og koma í veg fyrir dragsúg og fótkulda. Í þessu skyni skal ofnum komið fyrir undir gluggum eða góð loftræsting valin.
 • Skjólveggir eða viðbygging við útgöngudyr dregur úr innstreymi kalds lofts, ekki síst ef hituðu lofti er veitt þangað.