Loftpressurými

There are no translations available.

Þessar síur eru notaðar sem forsíur eða aðalsíur við aðstæður sem krefjast gífurlegs loftmagns og endingatími þarf að vera langur. Þær henta vel við loftpressur eða túrbínur vegna eiginleika þeirra til þess að sía agnir, mengun og ryk úr andrúmsloftinu við erfiðar aðstæður. Síurnar innihalda enga málma og notast er við hert plast í rammana sem á móti tryggir auðvelda og örugga förgun með örðu pressanlegu efni. Ef óskað er eftir sérstakri sprengjuvörn er hægt að fá grind aftan á síuna sem tryggir það að hvorki ryk né síuefni berist í loftpressuna ef mikið högg kemur á kerfið af einhverjum ástæðum. Þessi vörn stenst yfir 4500Pa þrýsting án vandræða. Síurnar passa í hefðbundna 25 mm síuramma eins og þekkjast í almennum loftræstikerfum.

pressurmi_2.jpg