Hvaðan eru þær?

There are no translations available.

Allar okkar síur koma frá LUFTFILTERBAU í Þýskalandi og eru margreyndar og þekktar hvort sem er í þungaiðnaði eða minni loftræstikerfum.

Orku sparandi hönnun

Skilvirk nýting auðlinda og sjálfbær nýting umhverfis okkar er krafa okkar tíma. Luftfilterbau hefur aðlagað ISO 14001 vottaða framleiðslu sína að þessum kröfum með notkun hágæða efnis í loftsíurnar og hafa þar með aukið orkunýtingu þeirra og tekist að lækka rekstrarkostnað loftræstikerfa.

Gæði

Luftfilterbau hefur innleitt mjög ýtarlegt gæða- og umhverfiseftirlitskerfi í framleiðsluferli sitt. Loftsíurnar sem við bjóðum eru því af hæsta gæðaflokki og gríðarlega áreiðanlegar við allar aðstæður. Það er einmitt eitt af því sem viðskiptavinir okkar búast við og geta treyst á. Við sjáum nú um síuskipti og viðhald loftræstikerfa af öllum stærðum og gerðum víðsvegar um Vesturland og tökum virkann þátt í að tryggja heilsu fólks og auka rekstraröryggi fyrirtækja.

Loftræsting

Hreint loft og heilbrigt loftslag hefur áhrif á velferð fólks. Blikksmiðja Guðmundar býður upp á gífurlegt úrval af hágæða loftsíum sem tryggja hámarks loftræstingu bæði í verslunar- og skrifstofurýmum og íbúðarhúsnæði. Réttar loftsíur sjá ekki einungis um að bæði fólk og vélar geti unnið af fullum krafti heldur eru þær einnig fjárhagslega hagkvæmar og orku sparandi.

sur.jpg