Loftstokkahreinsun

There are no translations available.

Blikksmiðja Guðmundar er eitt fárra fyrirtækja sem eiga sérstaka myndavél til eftirlits á loftræstikerfum ásamt fullkomnum hreinsitækjum. Of algengt að viðhaldi loftræstikerfa sé frestað, það leiðir til aukins álags og hærri rekstrarkostnaðar.

Tækjabúnaður Blikksmiðju Guðmundar til hreinsunar loftræstinga er einn sá besti í bransanum. Nýlega var fjárfest í myndavél og hreinsibúnaði frá Danduct Clean sem auðveldar ástandsskoðun á loftræsti­kerfum og hreinsar af mikilli nákvæmni. Búnaðurinn frá Danduct Clean sparar bæði tíma og óþarfa þrif og tryggir að ­rekstur kerfisins verður öruggari.

lofthreinsun.jpeg

 

 

 

 

 

 

 

 

Sævar Jónsson, framkvæmdastjóri, með nýju græjuna.

Hinar ýmsu örverur lifa og dafna við aðstæður sem þessar og getur ástandið því ógnað heilsu allra í byggingunni þegar reglulegri hreinsun loftræstikerfa er látin sitja á hakanum. Þegar  mikið ryk er látið sitja á lögnum í nokkurn tíma ýtir það undir tæringu loftræstilagnanna og eykur þar með allan kostnað við viðhald fasteignarinnar.

Þar að auki getur þetta ástand valdið ýmsum heilsukvillum hjá íbúum, starfsfólki og gestum, svo sem ofnæmisviðbrögðum, astma og ertingu í augum og öndunarfærum.

Hér að neðan má sjá lögn sem hefur ekki verið hreinsuð í áratugi og hefur safnað gífurlegu magni af ryki á innanverða lögnina. Neðst er svo lögnin eftir að hún hefur verið vandlega burstuð og ryksuguð með Danduct Clean hreinsibúnaði Blikksmiðju Guðmundar. Hvora lögnina vilt þú anda í gegnum?

ryklogn.jpghreinsudlogn.jpg