Fjórhjól

There are no translations available.

 

Hlífar úr áli undir fjórhjól, ásamt ýmsum öðrum aukahlutum, eru hannaðar og smíðaðar í Blikksmiðju Guðmundar. Þar eru bensíntankar og farangursgeymslur vinsælastar meðal viðskiptavina. Þessir aukahlutir hafa reynst þola hinar erfiðustu aðstæður, svo sem gífurlegt frost, tilfallandi grjótkast og annað álag. Algengast er að nota 3mm ál í smíðina og senda í dufthúðun til þess að fá skemmtilegan lit og frábæra vörn gegn tæringu.

Blikksmiðja Guðmundar hefur notast við þessa aukahluti á ferðum sínum um landið í 5 ár og hefur því þróað vöruna í gegn um sína eigin reynslu. Þar hafa högg- og vatnshlífarnar undir fjórhjólinu reynst mjög mikilvægar. Þessar hlífar eru einnig smíðaðar úr þykku áli sem er bæði sterkt og létt, sem er einmitt þeir eiginleikar sem leitast er eftir. Hlífarnar eru staðsettar undir hjólinu og verja viðkvæma hluta þess frá grjótkasti, þungum höggum og beina einnig vatni og drullu frá ökumanni.

Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri.

 

Álbensíntankur á CanAm Outlander fyrir dufthúðun.

fjorhjol_hlifar.jpg

Hlífar undir Kawasaki.